Jónsmessa!

Jónsmessa er ein af þeim nóttum sem búa yfir miklu kyngimagni og mikið er til af þjóðtrú tengd henni. Þessa nótt að að gott að baða sig upp úr dögginni og átt þú ekki að kenna þér neins meins fram á næsta ár og kýrnar öðlast mál og selir fara úr hömum. Einnig er gott að leita töfragrasa og náttúrusteina þessa nótt.

Jónsmessa er 24.júní og Jónsmessunótt er aðfararnótt 24,júní, hún er ein af fjórum mögnuðustu nóttum ársins, en hinar eru jólanótt, nýársnótt og þréttándanótt. Þessar nætur eiga alls kyns verur og öfl að fara á stjá og skilin á milli heimanna verða óljós.



Jónsmessa er kennd við Jóhannes Skírara og leysir af hólmi forna sólhvarfahátíð í Róm og virðist einnig hafa koið í stað slíkra veislna á Norðurlöndunum. En sólstöður voru 21.júní og þessar hátíðir tengjast því að þá er lengstur sólargangur. Suður í Evrópu var Jónsmessan talin miðsumarnótt og var mikil alþýðuhátið með brennum, dansi og svokölluðum nornamessum.


Ekki hefur verið haldið jafnmikið upp á Jónsmessuna á Íslandi og í nágrannalöndum okkar og ekki er með fullu vitað ástæðuna fyrir því. Sumir álíta að skortur á eldiviði hafi orðið til þess að ekki tíðkuðust brennur hér eins og á norðurlöndum auk þess sem bjartviðri á þessum tíma ýti ekki undir ímyndunaraflið og gefi ekki sama svigrúm fyrir kynjaverur, tröll og álfa og skammdegið gerir. Einnig eru til sagnir að meinvættir sofi á Jónsmessu og því sé auðvelt að vinna bug á þeim þessa nótt
 
Á Jónsmessunótt á að vera unnt að finna náttúrusteina. Þar er um að ræða lausnarsteina til að hjálpa jóðsjúkum konum eða kúm, óskastein, varnarstein móti öllu illi, lífsteina sem græða hvert sár og hulinhjálmstein.
 

Einnig eru nokkrar jurtir sem gott er að tína á Jónsmessunóttin.
Hornblöðgu við kvefi, Maríustakk við graftarkýlum, korndún af víði á sár milli tánna, Brennisóley við húðkvillum, Mjaðjurt til að finna hver hafi stolið af manni. Fjögra laufa smári á að geta lokið upp hverri læsing sem hann er borinn að. Draumgras hjálpar mönnum til að dreyma það sem þeimr er forvitni á. Það verður að taka á Jónsmessunótt, vökva með helguðu messuvíni, leggja það síðan í nýdauðsmanns leiði og láta vera þar þrjár nætur, Síðan er það tekið úr moldinni og látið liggja i bíblíunni hjá 63. Davíðssálmi í aðrar þrjár nætur. Síðan á að geyma það í hveiti og hvítum dúk og leggja það undir hægra vanga, ef menn vilja dreyma það sem þá langar að vita.
En meira má lesa um þetta í Saga dagann eftir Árna Björnsson og í Þjóðsögum Jóns Árnasonar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

takk fyrir fróðleik

Hólmdís Hjartardóttir, 24.6.2008 kl. 00:30

2 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl og blessuð Adda mín.

Ég var að setja inn færslu um Jónsmessu og einnig um Jóhannes skírara.

Gaman af þessu.

Guð blessi þig og þína.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 24.6.2008 kl. 00:31

3 Smámynd: Adda bloggar

sömuleiðis til ykkar beggja!gaman að heyra að bloggið er lesið

Adda bloggar, 24.6.2008 kl. 00:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband