Veldi Opruh Winfrey að líða undir lok?

GetLost

78407970.jpgHún er kona sem getur selt bækur í milljónum eintaka, látið drauma rætast, og breytt lífum.

En getur það verið að Ameríka sé orðin þreytt á uppáhalds sjónvarpskonunni sinni, henni Opruh Winfrey?

Dagblaðið The New York Times segir að vinsældir Opruh fari stöðugt dalandi.

Á þessu ári minnkaði áhorf á spjallþáttinn hennar um sjö prósent, og er það þriðja árið í röð sem það hefur minnkað.

Dreifing tímaritsins hennar, O, The Oprah Magazine, hefur fallið um meira en tíu prósent síðasliðin þrjú ár, og nýlegur raunveruleikaþáttur sem hún framleiddi, Oprah’s Big Give, varð aldrei eins vinsæll og vonast var til.

Sagt er að stuðningur Opruh við Barack Obama sem hugsanlegan frambjóðanda til forsetakosninganna í Bandaríkjunum, hafi líka orðið til þess að hún tapaði mörgum aðdáendum sínum.

Áhorfshópur Opruh samanstendur helst af hvítum konum á miðjum aldri, sem flestar eru stuðningsmenn Hillary Clinton, og mörgum þeirra finnst Oprah hafa brugðist.

“Fyrir ekki svo löngu síðan var hún eins og páfinn,” segir Janice Beck, höfundur bókarinnar The Age of Oprah.

“Mörgum aðdáenda hennar, sem eru ekki demókratar, eða sem styðja Hillary Clinton, finnst hún hafa svikið sig.”

Það sem af er þessu ári hefur Oprah dregið sig í hlé frá herferð Obama, sem þýðir að hún hefur hugsanlega gert sér grein fyrir þeim neikvæðu áhrifum sem stuðningur hennar við hann gæti haft á ímynd hennar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl og blessuð.

Blessuð konan. En henni er nú sennilega engin vorkunn, á nóg af peningum og  vinsældir aukast sennilega aftur. Fólk er fljótt að gleyma. Allavega virðist vera að við gleymum og gleymum mistökum stjórnmálamanna og kjósum þá aftur og aftur.

Guð veri með þér Adda mín.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 5.6.2008 kl. 08:27

2 Smámynd: JEG

Ææjj ekki vorkenni ég henni. Moldrík. Ekki er hún nú að fara á hausinn sko.

Knús á þig ljúfust.

JEG, 5.6.2008 kl. 11:09

3 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Var nú alveg búin að sjá nóg af henni.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 5.6.2008 kl. 18:25

4 Smámynd: Tiger

  

Well, drottning spjallþáttana í Ameríkunni - hún líður aldrei undir lok. Enda moldrík og getur haldið sér í fjölmiðlum sjálf, þannig að þó einhver fái leiða á henni - þá er henni alveg sama því hún getur bara keypt sér áhorfendur .. ussuss. Knús á þig skottið mitt!

Tiger, 5.6.2008 kl. 22:10

5 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

Ég er orðin leið á Opruh.  Svo yfirborðskenndir margir þættirnir hennar og mikið um útlitsdýrkun.

Margrét St Hafsteinsdóttir, 7.6.2008 kl. 02:17

6 Smámynd: Hulda Dagmar Magnúsdóttir

Hún er orðin svoldið þreytt case.... og það er eiginlega mannskemmandi að horfa á þessa þætti hennar, alltaf sama eylífa vælið.

Hulda Dagmar Magnúsdóttir, 7.6.2008 kl. 09:32

7 Smámynd: Bróðir pabba þíns

æðisleg færsla he he he he

Bróðir pabba þíns, 7.6.2008 kl. 20:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband