Fortíðin sótti til mín..............

sælt verið fólkiðSmile
Þriðjudagurinn var alveg sæmilegur hjá mér, en þó ekki átakalaus, og ég vonast eftir betri fréttum með það mál í dag eða fimtudagWink.Það er enþá fullt af snjó og hálf erfitt að keyra um, en ég á 4 hjóla drifna elsku sem kemst allt.Það er líka að hitna úti og stundum finnst mér ég finna ilm af voriLoLí öllum snjónum.En fortíðin bankaði upp á hjá mér síðustu nótt, og mér finnst ég þurfa að blogga um þann þátt lífs míns, þó mig langi í raun ekki til þessBandit.Ég verð að fara 23 ár aftur í tímann til að rifja þetta upp, en finnst ég samt ekki þurfa að grafa langt.Sjáið fyrir ykkur 5 ára telpu á bestu stundum æskuára sinna.Hún á afa sem sér ekki sólina fyrir henni og hún ekki heldurHeartþau eru mjög mikið samann og telpan þarf aðeins að ganga nokkra metra frá húsi foreldra sinna til að heimsækja afa(einu sinni skrapp hún í heimsókn í eitt ár) og ömmu.Afinn og telpan hafa eitt miklum tíma samann og afinn lætur svolitið með telpuna sína.Telpan man eftir litilli veislu sem afinn og telpan hans blésu á 50 kerti á afmælisköku afansTounge.Nokkrar vikur líða, jólin koma með sinn yndislega sjarma og björtu minningar sem afinn og telpan eyddu samann, sín síðustu jólUndecided.Nýja árið gengur í garð með loforð um fleiri spennandi stundum með afa og ömmu.En svo er eins og tjaldið sé rifið í sundur!Afinn aðeins 50 ára að aldri fellur snögglega frá að kvöldi úr hjartaáfalli, hann hafði verið mjög hraustur fyrir líkamlega sem andlega, þess vegna urðu allir svo hissa, ekki síst litla 5 ára telpan.Hún fær fréttirnar að kvöldi dags frá pabba sínum og mömmu, að afi sé allur og horfinn til himna.Telpan skildi fyrst ekkert, en síðan fór að koma inn í huga hennar grunur að hún mundi ekki sjá af og besta vin aftur í þessu lífi.Tíminn líður og brátt kemur að jarðaför og heimkveðju, litla telpan vill mjög að fá að kveðja afa sinn, sjá hann náinn.En amman og foreldrar halda að ekki sé gott að telpan fái að sjá afa sinn, halda að það verði henni um of að kveðjaBlush.Telpan sækir mjög á að fá að sjá líkið af afa sínum og fá að kveðja hann, en er meinaður aðgangur.Jarðaförin er liðin og margir mánuðir líða, litlu telpunni finnst oft eins og hún sjái bregða fyrir afa eða einhvern sem er svipaður útlits og hann.Í nokkur ár á eftir leytar hún hans um allt, í huga,hjarta og umhverfi en hvar er afi?Telpan þroskast og smá samann verður henni ljóst að afi er farinn og kemur ekki aftur.Með þessari frásögn langar mig til að kvetja foreldra,ömmur,afa,systkini,frænkur,frænda forsjásmenn og vini, að leyfa barninu eða börnunum að kveðja látinn ástvin óski þau eftir því, óháð aldri og þroska, þá er ég að tala um mat foreldra eða annara vandamanna.Það er mjg mikilvægt fyrir barnið að fá að kveðja þann látna, sjá og snerta,gráta og brosa af minningum hvort sem andlát ber skjótt að eða ekki.Ef andlátið á sér lengri aðdraganda, eins og krabbamein eða aðrir langvinnir sjúkdómar, þá er mikilvægt fyrir barnið að fá að vera með þegar viðkomandi skilur við, eins líka síðustu vikur og daga í lífi viðkomandi.Leyfið barninu að tala, ef það óskar þess, segið frekar sannleikann heldur en að draga hlutina í betri mynd, það ruglar aðeins barnið í ríminu.Það er að mínu mati mjög mikilvægt að kveðja þann sem maður elskar, alveg óháð hvort þú ert 29 ára eða 5 ára!Barnið mun þá eða persónan gera sér betri og raunsæri hugmynd um að þetta sé svona.Munum að virða óskir barnsins, eða fulltíða persónu að fá að syrgja á sinn hátt, enginn gerir það eins, og það tekur fólk mislangann tíma að gera hlutina upp!Ákveðum ekki fyrir að hvernig skal syrgja, þó að við telum okkur vera gera rétt sem er ekki altaf.(ég virði samt skoðannir annara á þessum málumJoyful.
 
 
jæja, þetta var frekar löng ræða, megi vikan vera ykkur góð
Heartmeð bestu kveðjum úr laugatúninuHeart
 
 
 
 
 
20051215215719_0

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Ég heyri að þú átt um sárt að binda núna. Veit ekki hvað það er en ég vona að allt fari vel. Ég fékk að sjá konu sme mér þótti mjög vænt um þegar ég var 4 ára. Nýlega var tilfelli í fjölskyldu minni þarsem lítil stúlka fékk að sjá mömmu sína. Þða er rétt sem þú segir að betra er að barnið fái að skilja þetta.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 28.2.2007 kl. 11:32

2 Smámynd: Júlíus  Garðar Júlíusson

Þetta er svo rétt hjá þér, þessi stund kemur ekki aftur með afann þinn og þess vegna er svo mikilvægt að fara að óskum þeirra sem hafa þær.
Vorið kemur og gott svar líka :)

Júlíus Garðar Júlíusson, 28.2.2007 kl. 11:44

3 Smámynd: Ólafur fannberg

innlitsknús

Ólafur fannberg, 28.2.2007 kl. 13:28

4 Smámynd: Aðalheiður Friðriksd. Jensen

kvitt og knús dúlla

Aðalheiður Friðriksd. Jensen, 28.2.2007 kl. 21:22

5 identicon

bloggknús

Kleópatra Mjöll Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 1.3.2007 kl. 12:17

6 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 2.3.2007 kl. 09:29

7 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Það er hræðilega erfitt að lesa færslur á svörtum grunni... ég sé svarta bletti út um allt akkúrat núna  

Gunnar Helgi Eysteinsson, 2.3.2007 kl. 22:02

8 Smámynd: Adda bloggar

takk fyrir ábendinguna gunnar, ég hef breytt síðunnií ljósara form.

Adda bloggar, 2.3.2007 kl. 23:12

9 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Knús frá Skaganum!

Guðríður Haraldsdóttir, 2.3.2007 kl. 23:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband