Kókosbollujummí

Kókosbollujummí      W00tWink     

 

1 stór poki Nóakropp
1 botn púðursykurmarens
3-4 kókosbollur
2 öskjur jarðaber (bláber eða annað) ég notaði eina öskju af jarðaberjum það var nóg
2 pelar rjómi

Aðferð:
Setjið botnfylli af nóakroppi í skál eða form. Þeytið rjómann og hyljið nóakroppið með helmingnum. Myljið marensbotninn og setjið ofan á. Kókosbollurnar koma næst. Dreifið úr þeim með gaffli. Skolið jarðaberin og skerið í litla bita og dreifið yfir. Setjið að lokum hinn helminginn af þeytta rjómanum yfir allt saman. Geymið í kæli í nokkrar klst. áður en borið er fram. Skreytið eftir smekk, t.d. með kiwi, nóakroppi eða berjum.

Rosalega gott og stór skammtur!!!

 

Dásamlegt

 

þeyta ½ l  af rjóma set mulinn marensin í botninn í  form set svo smá af kókosbollunum ca 2 og rjóma svo jarðaber og bláber svo aftur rjóma og 2  kókosbollur og jarðaber og bláber.  Kaupi kassa af jarðaberjum og bláberjum og skipti þessu svo niður jammi gott.

Kókosbolluterta

 

Rjóma/kókosbollublandan er svona:
1/2 líter þeyttur rjómi
1 stappaður banani blandað saman við rjómann
4 kókosbollur settar útí

1 stk gulur svampbotn neðst (annað hvort bakar hann sjálf eða kaupir tilbúinn útí búð)

C.a helmingur af rjóma/kókosbollublöndunni sett ofan á svampbotninn

Þar ofan á fer einn marengsbotn (getur notað hvernig marengs sem er, rosa gott að hafa kornflexmarengs)

Ofan á marengsbotninn fer svo restin af rjóma/kókosbollublöndunni

Ofan á allt saman seturðu svo jarðaber, bláber, vínber og svo nóa kropp eða súkkulaði rúsínur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband