lau. 13.9.2008
ógeðslega góð skinkuhorn!!!!!!!!!!!!
Skinkuhorn
1/2 pk ger
1 dl heitt vatn
1/2 dl mjólk
4 dl hveiti
1/4 tsk. salt
1 tsk. sykur
3 msk. hveitiklíð
50 g smjörlíki
1 askja smurostur að eigin vali
1 bréf skinka
Þurrefnum blandað saman. Lint smjörlíki mulið saman við. Mjólk og vatni blandað saman og sett út í. Hnoðað og látið hefast í 30 mín. Flatt út í tvo kringlótta pizzubotna. Hverjum skipt í átta horn. Skinkan skorin í bita og hrært saman við ostinn. Ein skeið af ostablöndu sett á hvert horn og því rúllað upp (byrjað á breiða endanum). Bakað við 200°- 225°C þar til hornin eru orðin falleg á litinn.
Flokkur: Matur og drykkur | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.