djúpsjávarrækjur

 

Djúpsjávarrækjur í austurlenskri sósu

 
 
 
 
 
 
 
 
 
Stofnaðu til umræðu um þessa grein
 
 
 
 
 


Hráefni:
400 gr. rækjur
1 laukur
1 epli
2 ½ msk. smjörlíki
2 ½ msk. hveiti
2-4 tsk. karrí (eftir smekk)
2 msk. tómatmauk (puré)
4 dl. rjómi
5 msk. blaðsalat, smátt skorið

Aðferð:  Afhýðið lauk og epli, skerið smátt og látið krauma í smjörlíkinu á pönnunni án þess að brúna.
Bætið í rækjum og karríi, hrærið vel saman.
Stráið hveitinu yfir og látið jafnast saman við smjörlíkið.
Takið pönnuna af hitanum, hellið rjómanum yfir og hrærið upp sósuna.
Bætið tómatmaukinu útí, hitið vel í gegn.
Bragðbætið með salti og blandið blaðsalatinu saman við.
Berið fram með ristuðu/heitu brauði og íslensku smjöri.

 

höf.ómar valdimarsson 


Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl Adda mín.

Girnileg uppskrift.

Vona að þið hafið það gott.

Guð veri með ykkur.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 1.9.2008 kl. 16:00

2 Smámynd: JEG

Hljómar girnilega sko.

Kveðja úr sveitinni.

JEG, 1.9.2008 kl. 17:15

3 identicon

Frábært, verður ekki örugglega alltaf sett á síðuna hvað verður í boði hjá ykkur í kvöldmat. Það er sko nauðsýnlegt svo við vitum hvenær leggja skal land undir fót. knús á alla ph

ph 1.9.2008 kl. 21:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband